Sigur hjá Hreiðari í Íslendingaslag

Hreiðar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Sävehof.
Hreiðar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Sävehof. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hreiðar Levý Guðmundsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og samherjar hans hjá Sävehof unnu HK Malmö, 32:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöldi. Såvehof var marki yfir í hálfleik, 14:13, og skoraði síðan fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og náði forskoti sem leikmenn Malmö náðu aldrei að ógna svo neinu nam.

Guðlaugur Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Malmö og Valdimar Fannar Þórsson þrjú. Sävehof er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir 20 leiki en HK Malmö er í næstneðsta sæti eftir enn eitt tapið, liðið er með 9 stig, tveimur stigum meira en Helsingborg.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert