Hreiðar Levý Guðmundsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og samherjar hans hjá Sävehof unnu HK Malmö, 32:28, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöldi. Såvehof var marki yfir í hálfleik, 14:13, og skoraði síðan fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og náði forskoti sem leikmenn Malmö náðu aldrei að ógna svo neinu nam.
Guðlaugur Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Malmö og Valdimar Fannar Þórsson þrjú. Sävehof er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir 20 leiki en HK Malmö er í næstneðsta sæti eftir enn eitt tapið, liðið er með 9 stig, tveimur stigum meira en Helsingborg.