Dagur Sigurðsson verður ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik. Í fréttatilkynningu sem HSÍ var að senda frá sér kemur fram að Dagur hafi verið í viðræðum við HSÍ undanfarna daga um starfaið en á fundi í morgun hafi hann tjáð forsvarsmönnum HSÍ að hann væri ekki tilbúin í það að taka við þjálfun karlalandsliðsins að svo stöddu þar sem að hann væri í mjög góðu starfi sem framkvæmdastjóri Vals.
Alfreð Gíslason sagði sem kunnugt er skilið við íslenska landsliðið eftir Evrópumótið í Noregi í síðasta mánuði. Dagur var strax sterklega orðaður við starfið og var efstur á óskalista forráðamanna HSÍ um taka við af Alfreði en nú ljóst að svo verður ekki.
Í fréttatilkynningunni óskar HSÍ Degi velfarnaðar í starfi og vonast eftir því að fá að njóta starfskrafta hans þó síðar verði.