Morgunblaðið leitaði svara hjá tveimur fyrrverandi landsliðsþjálfurum, Guðmundi Þ. Guðmundssyni og Viggó Sigurðssyni, um hvort þeir væru tilbúnir til viðræðna við HSÍ um landsliðsþjálfarastarfið en Geir Sveinsson var í gær sá þriðji í röðinni sem hafnaði boði um að taka að sér að þjálfa íslenska landsliðið.
„Ég myndi tala við forráðamenn HSÍ ef þeir leituðu til mín. Ég á hins vegar ekki von á að þeir hafi samband við mig,“ sagði Viggó Sigurðsson, annar fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Morgunblaðið.