„Þið eruð með besta þjálfarann!“

Viggó Sigurðsson fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins.
Viggó Sigurðsson fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Brynjar Gauti

Sérsambönd í íþróttum á Íslandi hafa ekki sömu vinnureglurnar. Það hefur óneitanlega komið í ljós á undanförnum dögum, þegar vandræðagangur forráðamanna Handknattleikssambands Íslands – við að ráða landsliðsþjálfara til að taka við starfi Alfreðs Gíslasonar – hefur stöðugt verið í fréttum.

 Sagt hefur verið frá áhuga stjórnarmanna HSÍ á erlendum þjálfurum, íslenskum þjálfurum, reyndum þjálfurum og reynslulausum þjálfurum. HSÍ hefur ekki getað komið hreint til dyra, heldur lítið sem ekkert sagt, nema: kemur í ljós, sjáum til, vil ekkert láta hafa eftir mér, og þá hefur gamla lumman, en sígilda – „no comment!“ – komið fram.

Þegar Knattspyrnusamband Íslands réð nýjan þjálfara á dögunum til að taka við starfi Eyjólfs Sverrissonar, var boðað til fundar með fréttamönnum og tilkynnt að búið væri að ræða og ráða Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara. Enginn, fyrir utan stjórnarmenn KSÍ og Ólafur sjálfur, vissi um ráðninguna – það var ekki verið að velta fyrir sér hlutunum dag eftir dag í fjölmiðlum. Stjórn KSÍ, stærsta og öflugasta sérsambands Íslands, gekk hreint til verks. Gaf ekki kost á ótrúlegum og ótímabærum vangaveltum fram og til baka, sem gera ekkert annað en skaða.

Sjá nánar pistil Sigmundar Ó. Steinarssonar um landsliðsþjálfaramálin í handknattleik í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert