Þorbergur biðst afsökunar

Þorbergur Aðalsteinsson.
Þorbergur Aðalsteinsson.

Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður í Handknattleikssambandi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem hann lét falla í þættinum Utan vallar á sjónvarpsstöðinni Sýn á síðasta fimmtudag. Þar fór hann hörðum orðum um þrjá þeirra Íslendinga sem áttu í viðræðum við Handknattleikssamband Íslands um starf landsliðsþjálfara karla. Biður hann þá meðal annars afsökunar. Lesa má yfirlýsingu Þorbergs í fimm liðum hér að neðan.

„Yfirlýsing.

Varðar: Ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar í þættinum Utan vallar á Sýn.

Frá:  Þorbergi Aðalsteinssyni  fyrrverandi  landsliðsþjálfari

  1. Ég mætti í þáttinn Utan vallar á Sýn á eigin vegum sem
    áhugamaður um handbolta. Til að taka af allan vafa, var ég þar ekki í umboði HSÍ og hafði raunar ekki samráð við neinn þar vegna þessa.
  2. Í þættinum lýsti ég skoðun minni á þeim viðræðum sem HSÍ átti við þá Dag Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson, enn á ný sem áhugamaður um handbolta. Ég tók ekki beinan þátt í þeim viðræðum, en ég hafði vissulega hugmynd hvernig þær fóru fram. Þar með braut ég trúnað við stjórn HSÍ og þá þrjá einstaklinga sem höfðu verið í viðræðum við HSÍ. Ég biðst afsökunar á þessu og harma að það hafi gerst.
  3. Ég hef fullan skilning á  ákvörðun þeirra þriggja manna sem viðræður voru við og óska þeim velfarnaðar í þeirra störfum. En hefði viljað sjá þá sem landliðsþjálfara Íslands.
  4. Varðandi samskipti þau er ég  lýsti í þættinum milli framkvæmdastjóra og stjórnar HSÍ um það hvort hafði rætt við Ólaf Stefánsson um landsliðsþjálfaramálin þá var það gert áður en ferillinn fór í gang. Er það því rangt hjá mér að segja það að dagleg símtöl milli framkvæmdastjóra og Ólafs Stefánssonar hafa átt sér stað. Eg bið Einar Þorvarðarson afsökunar á þessu.
  5. Að lokum bið alla hlutaðeigandi afsökunar.

Með kveðju

Þorbergur Aðalsteinsson“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert