Haukar eru yfir í hálfleik, 17:15, gegn Fram í uppgjöri tveggja efstu liðanna í úrvalsdeild karla í handknattleik sem nú stendur yfir í Safamýrinni.
Lærisveinar Arons Kristjánssonar náðu þar með fjögurra stiga forystu í deildinni en þeir eru með 28 stig, Fram 24, Valur 23, Stjarnan 22 og HK 22 þegar 10 umferðum er ólokið.
Haukar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og náðu þá mest fimm marka forystu en þeirvoru yfir í hléi, 17:15.
Fram minnkaði muninn í 20:19 en þá tóku Haukarnir góða rispu, komust í 26:21, og síðan mest í 32:24 en Fram náði að laga stöðuna aðeins á lokakaflanum.
Sigurbergur Sveinsson skoraði 12 mörk fyrir Hauka og Andri Stefan 10 en Andri Berg Haraldsson gerði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson 6.
Nánar um leikinn, umfjöllun og viðtöl, í Morgunblaðinu á morgun.