Stjórnarmaður HSÍ brást trúnaði

Samninganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem undirstrikað er að þeir menn sem hún átti í viðræðum við vegna starfs landsliðsþjálfara karla í handknattleik hafi komið fram að heilindum.  Einnig segir í yfirlýsingunni að þeir hafi ekki viðhaft slæma viðskiptahætti, þvert á móti hafi stjórnarmaður HSÍ brugðist trúnaði.

Yfirlýsing samningsnefndar HSÍ


„Þessir þjálfarar komu fram af heillindum og heiðarleika frá upphafi til enda.

Þeir drógu viðræður ekki á langinn, þvert á móti höfðu þeir skilning á því að gefa fljótt svar (tóku sér 1-4 daga í ákvörðun).

Þeir gáfu HSÍ ekki undir fótinn, heldur sóttist HSÍ eftir viðræðum og því var algjörlega eðlilegt að þeir hafi komið til þeirra viðræðna.

Ekki var um neinar kröfur að ræða frá þeim á neinn hátt, heldur almennar viðræður um starfsumhverfi og kjör.

Þeir sýndu á engan hátt dæmi um slæma viðskiptahætti, heldur þvert á móti hefur stjórnarmaður HSÍ brugðist trúnaði í þessu máli.

HSÍ harmar það að fjölmiðlar hafi tekið undir tilefnislausa gagnrýni Þorbergs að einhverju leiti enda átti sú gagnrýni engan veginn við rök að styðjast.


F.h. samninganefndar HSÍ

Guðmundur Ingvarsson.“
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert