GOG steinlá fyrir FC Köbenhavn

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 7 af mörkum GOG.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 7 af mörkum GOG. Matthías Ingimarsson

FC Köbenhavn styrkti stöðu sína í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar liðið sótti GOG heim og fagnaði þar sigri, 31:23. Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur í liði GOG með 7 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2. Arnór Atlason lék ekki með FC Köbenhavn vegna meiðsla.

FC Köbenhavn hefur 36 stig í efsta sæti, Århus GF er í öðru sæti með 28, GOG 26, Bjerringbro/Silkeborg 35, Kolding 25, Skjern 24.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Smári Jökull Jónsson: GOG
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert