Logi með 11 mörk fyrir Lemgo

Logi Geirsson er svo sannarlega í stuði þessa dagana.
Logi Geirsson er svo sannarlega í stuði þessa dagana. mbl.is

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson er svo sannarlega í stuði þessa dagana með þýska handknattleiksliðinu Lemgo. Logi átti stjörnuleik í dag þegar Lemgo vann góðan útisigur á Minden, 38:33. Logi skoraði 11 mörk og hefur þar með skorað 29 mörk í þremur síðustu leikjum liðsins. Einar Örn Jónsson átti einnig mjög góðan leik fyrir Minden en hann var markahæstur sinna manna með 8 mörk.

Lemgo er í sjöunda sæti en eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð hafa Logi og félagar unnið tvo leiki í röð en Logi skoraði 10 mörk á miðvikudaginn í sigri á Grosswallstadt.

Birkir Ívar Guðmundsson og félagar hans í Lübbecke töpuðu fyrir Balingen, 28:23.  Lübbecke  er neðst í deildinni með 11 stig eins og Minden. Samkvæmt heimasíðu Lübbecke þá lék Birkir í markinu frá 24. mínútu og fram á þá 40. og varði tvö skot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert