Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, samkvæmt frétt á handbolti.is.
HSÍ hefur ekki greint opinberlega frá ráðningunni, enn sem komið er, en ofangreind vefsíða er rekin af stjórnarmanni Handknattleikssambandi Íslands, Hlyni Sigmarssyni.
Óskar Bjarni verður þá Guðmundi Þ. Guðmundssyni, nýráðnum landsliðsþjálfara, til aðstoðar. Undir stjórn Óskars eru Valsmenn nú handhafar tveggja stærstu titlanna í handboltanum. Þeir urðu Íslandsmeistarar á síðasta keppnistímabili og þeir urðu bikarmeistarar á dögunum.