Þrennar systur í U20 ára liðinu

Rut Jónsdóttir úr HK er í systrahópnum í landsliðinu og …
Rut Jónsdóttir úr HK er í systrahópnum í landsliðinu og hún verður á heimavelli í undankeppni HM í Digranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðríður Guðjónsdóttir og Stefán Arnarson, landsliðsþjálfarar U20 ára landsliðs kvenna, hafa valið 19 leikmenn til þátttöku í undanriðli HM sem leikinn verður í Digranesi um páskana. Þrennar systur eru í liðinu.

Þar mætast lið Íslands, Ungverjalands, Serbíu, Búlgaríu og Írlands og kemst eitt lið á HM sem fram fer í Makedóníu í ágúst. Sams konar riðill var leikinn hér á landi 1999 og þá komst Ísland áfram og ætla þau nú að endurtaka leikinn.

Þrennar systur eru í nítján manna hópnum, Sara og Stella Sigurðardætur úr Fram, Auður og Rut Jónsdætur úr HK og Hildigunnur og Sunneva Einarsdætur en þær leika með Val og Fylki.

Aðrar í hópnum eru: Arna Sif Pálsdóttir, HK, Ester Óskarsdóttir, Akureyri, Guðrún Ósk Maríasdóttir, Gróttu, Heiða Ingólfsdóttir, ÍBV, Hildur Þorgeirsdóttir, FH, Jóna Sigríður Halldórsdóttir, HK, Karen Knútsdóttir, Fram, Karólína Gunnarsdóttir, Gróttu, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK, Rebekka Rut Skúladóttir, Val, Sunna Jónsdóttir, Fylki, Sunna María Einarsdóttir, Fylki, og Þórey Rósa Stefánsdóttir úr Fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert