Svíar lögðu Þjóðverja með sex mörkum

Kim Andersson og félagar í sænska landsliðinu unnu alla leikina.
Kim Andersson og félagar í sænska landsliðinu unnu alla leikina. Reuters

Sví­ar sigruðu Þjóðverja, 26:20, í síðasta leikn­um á alþjóðlega hand­knatt­leiks­mót­inu í Inns­bruck í Aust­ur­ríki í dag og stóðu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar. Aust­ur­rík­is­menn, und­ir stjórn Dags Sig­urðsson­ar, komu mjög á óvart og enduðu í öðru sæti móts­ins.

Leik­ur­inn í dag var hreinn úr­slita­leik­ur en þýsku heims­meist­ar­arn­ir hefðu unnið mótið ef þeir hefðu náð að sigra með þriggja marka mun. Það var aldrei inni í mynd­inni því Sví­ar komust í 10:2 og voru með ör­ugga for­ystu í hálfleik, 14:8. Þjóðverj­ar minnkuðu mun­inn í 22:18 en komust ekki nær.

Henrik Lund­ström skoraði 6 mörk fyr­ir Svía, Jan Lenn­arts­son 4, Kim And­ers­son 3, Robert Arr­henius 3 og Jon­as Käll­mann 3. Hjá Þjóðverj­um var Holger Glandorf at­kvæðamest­ur með 7 mörk.

Aust­ur­ríki vann Tún­is fyrr í dag, 37:32, eins og áður hef­ur komið fram.

Svíþjóð fékk 6 stig, Aust­ur­ríki 4, Þýska­land 2 en Tún­is tapaði öll­um sín­um leikj­um.

Ísland mæt­ir Svíþjóð, Póllandi og Arg­entínu í for­keppni Ólymp­íu­leik­anna í Póllandi í lok maí en tvær efstu þjóðir riðils­ins kom­ast á ÓL í Pek­ing. Sví­ar sýndu á þessu móti að þeir verða geysi­lega erfiðir and­stæðing­ar í Póllandi.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert