ÍBV lagði Fram í Safamýrinni

Jóhann Gunnar Einarsson og félagar hans í liði Fram töpuðu …
Jóhann Gunnar Einarsson og félagar hans í liði Fram töpuðu óvænt fyrir Eyjamönnum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Óvænt úrslit urðu í N1 deild karla í handknattleik í dag þegar ÍBV gerði sér lítið fyrir og lagði Fram í Safamýri, 34:29. Fram er í öðru sæti deildarinnar, er sex stigum á eftir Haukum sem mæta Val á morgun. Eyjamenn sitja hins vegar á botninum en liðið hefur 6 stig.

Rúnar Kárason var markahæstur hjá Fram með 7 mörk og Andri Berg Haraldsson kom næstur með 5. Hjá ÍBV var Sergiy Trotsenko markahæstur með 11 mörk og næstur kom Sigurður Bragason með 8 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert