Haukar færðust skrefi nær titlinum

Andri Stefan og félagar í Haukum lögðu Valsmenn og standa …
Andri Stefan og félagar í Haukum lögðu Valsmenn og standa vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. mbl.is/Brynjar Gauti

Haukar stigu stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í N1 deild karla í handknattleik eftir sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 27:23, en liðin áttust við að Ásvöllum. Haukar hafa þar með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir hafa 36 stig, Fram er í öðru sæti með 28 og Valur í þriðja með 27.

Freyr Brynjarsson, Elías Már Halldórsson, Sigurbergur Sveinsson, Gunnar Berg Viktorsson og Kári Kristjánsson skoruðu 5 mörk hver fyrir Hauka.

Sigfús Páll Sigfússon, Elvar Friðriksson og Arnór Malmqvis Gunnarsson skoruðu 5 mörk hver fyrir Val.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert