Handboltinn fram úr fótboltanum í Danmörku

Danir hafa fagnað góðum árangri á stórmótum að undanförnu.
Danir hafa fagnað góðum árangri á stórmótum að undanförnu. mbl.is/Brynjar Gauti

Danskir sjónvarpsáhorfendur vilja frekar horfa á spennandi landsleik í handbolta en í knattspyrnu. Það eru allavega niðurstöðurnar úr skoðanakönnun sem fyrirtækið Megafon gerði fyrir sjónvarpsstöðina TV 2 í Danmörku.

Alls svöruðu 43 prósent aðspurðra því til að þeir kysu frekar handboltann, 36 sögðust vilja sjá fótboltalandsliðið en 16 prósent kváðust ekki geta gert upp á milli greinanna tveggja. Aðrir voru óákveðnir.

Danska karlalandsliðið í handknattleik varð Evrópumeistari í vetur og kvennalandsliðið hefur löngum gert það gott. Karlalandslið Dana í knattspyrnu hefur aftur á móti valdið vonbrigðum undanfarin misseri og komst ekki í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert