Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan unga í liði Hauka ,var í hádeginu útnefndur besti leikmaður í umferðum 15-21 í N1 deild karla í handknattleik. Sigurbergur lét mikið að sér kveða með Hafnarfjarðarliðinu sem er komið men aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn en eftir sigur á Val í gær eru Haukar með 8 stiga forskot á toppnum.
Úrvalslið umferða 15-21 lítur þannig út:
Markvörður: Ólafur Haukur Gíslason, Val.
Línumaður: Ingvar Árnason, Val.
Vinstra horn: Baldvin Þorsteinsson, Val.
Hægra horn: Arnór Gunnarsson, Val
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK.
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram.
Besti þjálfarinn: Aron Kristjánsson, Haukum.
Bestu dómarar: Gunnar Jarl Jónsson og Hörður Aðalsteinsson.
Besta umgjörð: Valur.
Besti leikmaður: Sigurbergur Sveinsson, Haukum