Björgvin Páll á leið til Bittenfeld

Björgvin Páll Gústavsson
Björgvin Páll Gústavsson mbl.is/Sverrir

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður úr Fram, er að öllu óbreyttu á leið til þýska handknattleiksliðsins Bittenfeld, sem leikur í suðurriðli 2. deildar, næstefstu deildarinnar í Þýskalandi. Björgvin kemur heim í dag eftir að hafa dvalið hjá félaginu í þrjá daga og hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að óformlegar viðræður um samning væru þegar hafnar.

„Forráðamenn Bittenfeld munu setja sig í samband við Fram á næstu dögum og ég veit nokkurn veginn hvað er í boði hjá félaginu,“ sagði Björgvin Páll.

Bittenfeld, sem er frá samnefndum bæ rétt hjá Stuttgart, er nýliði í 2. deildinni og er í 12. sæti af 18 liðum í suðurriðlinum en liðið hefur þotið upp þýsku deildirnar undanfarin ár og farið upp um fjórar deildir á fimm árum. Björgvin sagði að félagið hefði komið sér geysilega á óvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert