Fram með fimm stiga forystu

Anett Köbli úr Fram stöðvar Elínu Helgu Jónsdóttur úr Fylki …
Anett Köbli úr Fram stöðvar Elínu Helgu Jónsdóttur úr Fylki í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram náði í kvöld fimm stiga forystu í 1. deild kvenna í handknattleik með því að sigra Fylki örugglega, 31:20, á heimavelli sínum í Safamýrinni.

Staðan var 6:6 um miðjan fyrri hálfleik en Fram gerði næstu fimm mörk og var þar með komið með undirtökin. Staðan var 15:9 í hálfleik. Árbæingar héldu í við Fram þar til staðan var 18:13. Þá gerði Safamýrarliðið átta mörk í röð, 26:13, og úrslitin voru ráðin.

Anett Köbli skoraði 8 mörk fyrir Fram og Ásta Birna Gunnarsdóttir 7. Ingibjörg Karlsdóttir og Sunna Jónsdóttir gerðu 5 mörk hvor fyrir Fylki.

Fram er með 37 stig, Valur 32 og Stjarnan 31 en Valur á einn leik til góða á Fram og Stjarnan tvo.

Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert