Víkingur í annað sæti 1. deildar

Þórir Júlíusson og félagar í Víkingi eiga góða möguleika á …
Þórir Júlíusson og félagar í Víkingi eiga góða möguleika á að komast í úrvalsdeildina. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingur komst í gærkvöld í annað sætið í 1. deild karla í handknattleik með því að sigra Þrótt, 37:20. Víkingur og ÍR heyja nú harða baráttu um hvort liðið fylgir FH uppí úrvalsdeildina.

Ásbjörn Stefánsson skoraði 9 mörk fyrir Víkinga í leiknum í gær og Hreiðar Haraldsson 7. Víkingar hafa verið á góðri siglingu að undanförnu og eiga nú góða möguleika á að fara upp.

Víkingur og ÍR eru jöfn með 29 stig og eiga bæði þrjá leiki eftir en Selfoss er með 25 stig og á fjóra leiki eftir og á líka smá von um að ná öðru sætinu.

Víkingur og ÍR mætast í Víkinni 25. apríl og útlit er fyrir að sá leikur ráði úrslitum um hvort liðið fari uppí úrvalsdeildina. Víkingar eiga auk þess eftir heimaleik við Selfoss og útileik við Gróttu en ÍR á eftir heimaleiki við Gróttu og FH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert