Ísland í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM 2010

Íslenska landsliðið leikur í undankeppni fyrir EM næstu tvö árin.
Íslenska landsliðið leikur í undankeppni fyrir EM næstu tvö árin. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er í fyrsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni Evrópumóts landsliða en dregið verður í riðla í Vínarborg 18. apríl. Ísland sleppur því við að mæta sterkustu liðum Evrópu.

Í fyrsta styrkleikaflokki eru Frakkland, Þýskaland, Spánn, Króatía, Pólland, Rússland og Ísland, auk þess sem Evrópumeistararnir, Danir, þurfa ekki að fara í undankeppnina. Ísland á því góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Austurríki árið 2010 en íslenska landsliðið fer í sex liða riðil þar sem leikið verður heima og heiman, líkt og í knattspyrnunni, og tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka