Aron: „Frábær árangur“

Andri Stefan og Halldór Ingólfsson fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Andri Stefan og Halldór Ingólfsson fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aron Kristjánsson tók við þjálfun Haukaliðsins s.l. sumar og er þetta í fyrsta sinn sem hann fagnar Íslandsmeistaratitli sem þjálfari. Aron hrósaði liðsheildinni í Haukaliðinu eftir 11 marka sigurinn gegn Fram í kvöld sem endanlega tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.

„Þetta tímabil gekk betur en ég vonaðist til. En þetta er frábær árangur og fyrst og fremst er lykilatriðið að þessum árangri frábær liðsheild. Varnarleikurinn hefur verið mjög góður hjá okkur í vetur, markverðirnir varið vel og ungu leikmennirnir í liðinu verið mjög flottir í vetur. Þannig þetta vinnur allt saman. Þetta var eiginlega svolítið skrýtin staða sem við vorum í. Að geta tryggt okkur titilinn þegar fimm leikir væru eftir, en það þurfti nú ekkert mikið að gera til að halda mönnum við efnið fyrir þennan leik. Strákarnir voru æstir í að klára þennan leik með glæsibrag og spiluðu af mikilli gleði, sem er eitthvað sem ég legg áherslu á að sjá í leik minna manna,“ sagði Aron Kristjánsson.

Nánar er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.


mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert