Haukar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild í handknattleik karla. Haukar lögðu Fram með 11 marka mun, 41:30, að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
Haukar eru með 40 stig en HK getur enn náð sömu stigatölu með því að vinna alla sína leiki
en það er ekki nóg fyrir Kópavogsliðið til að fara uppfyrir Hauka. HK á fimm leiki eftir en Haukar eiga fjóra leiki eftir.
Elías Már Halldórsson skoraði 11 mörk fyrir Hauka en Freyr Brynjarsson og Andri Stefan skoruðu 7 mörk hvor fyrir Hauka. Rúnar Kárason var yfirburðamaður í liði Fram með 11 mörk.
Haukar hafa alls fagnað Íslandsmeistaratitlinum 7 sinnum í sögu félagsins. Fyrst árið 1943. Árið 2000 og 2001 varð Hafnarfjarðarliði Íslandsmeistari og Haukar unnu síðan titilinn þrjú ár í röð á árunum 2003-2005.
Nánar er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun.