Evrópumeistarlið Kiel mætir Ciudad Real

Nikola Karabatic var atkvæðamikill í liði Kiel.
Nikola Karabatic var atkvæðamikill í liði Kiel. AP

Evrópumeistaralið Kiel frá Þýskalandi og Ciudad Real frá Spáni sem leik til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Kiel tapaði með sjö marka mun gegn Barcelona í dag á útivelli í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum, 44:37. Kiel vann fyrri leikinn með 10 marka mun. Iker Romero skoraði 10 mörk fyrir Barcelona og franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic skoraði 10 mörk fyrir Kiel.

Ólafur Stefánsson og félagar hans í  Ciudad Real höfðu betur gegn þýska liðinu Hamborg í hinni undanúrslitaviðureigninni, 60:59, samanlagt. Ciudad Real sigrað í Meistaradeildinni vorið 2006 þar sem liðið hafði betur gegn Portland San Antonio í tveimur leikjum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert