Fram sigraði Stjörnuna, 33:30, í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni, en liðin áttust við í Framhúsinu í Safamýri í kvöld. Fram þá með 32 stig og er jafnt HK í 2.-3. sæti deildarinnar en Stjarnan er nánast úr leik í baráttunni um Evrópusæti með þessum ósigri.
Fram var yfir í hálfleik í kvöld, 15:12. Andri Berg Haraldsson var atkvæðamestur Framara með 9 mörk, Rúnar Kárason skoraði 8 og Jóhann Gunnar Einarsson 7. Heimir Örn Árnason gerði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin Hólmgeirsson 6.