Nýbakaðir Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Akureyri, 29:27, í úrvalsdeild karla í handknattleik, N1-deildinni, þegar liðin mættust í 25. umferð deildarinnar á Ásvöllum í kvöld.
Haukar virtust ætla að vinna yfirburðasigur því staðan í hálfleik var 17:9, þeim í hag. En norðanmenn sóttu sig heldur betur og hleyptu spennu í leikinn undir lokin.
Gísli Jón Þórisson skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Freyr Brynjarsson 5 og Andri Stefan 4. Jónatan Þór Magnússon gerði 6 mörk fyrir Akureyri og Hörður Fannar Sigþórsson 5.
Nánar er fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun.
Þá hefur verið flautað til hálfleiks að Hlíðarenda þar sem HK er yfir gegn Val, 11:8. Ragnar Hjaltested gerði 4 mörk fyrir HK í fyrri hálfleik og Hjalti Pálmason 3 mörk fyrir Val.