Dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla í Vínarborg í kvöld. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, verður viðstaddur dráttinn í dag. Ísland er í efsta styrkleikaflokki og mætir því ekki liðunum sem þar eru.
Ísland er í efsta styrkleikaflokki og mætir því ekki liðunum sem þar eru. Liðunum er skipt í sex flokka og eitt lið dregið úr hverjum þeirra í einn af sjö riðlum sem dregið verður í.
Ísland gæti hins vegar fengið erfiða mótherja því í öðrum styrkleikaflokki eru Slóvenía, Noregur, Ungverjaland, Svíþjóð, Serbía, Tékkland og Úkraína. Mikið gæti ráðist af hvaða þjóð úr þriðja styrkleikaflokki lendir í riðli með Íslandi því tvö lið komast áfram úr hverjum riðli. Í þriðja flokki eru Slóvakía, Sviss, Portúgal, Hvíta-Rússland, Rúmenía, Litháen og Makedónía.
Ísland lendir í sex liða riðli og mun því leika tíu leiki í riðlinum, heima og heiman. Alls verða þrír sex liða riðla og fjórir með fimm liðum og tvö efstu liðin í hverjum riðli komast á Evrópumótið sem haldið verður í Austurríki 2010. Það gera fjórtán lið og síðan mætir Dagur Sigurðsson með austurríska landsliðið og Evrópumeistarar Dana verða þar einnig.
Þetta er í fyrsta sinn sem undankeppni EM er með þessum hætti en ekki með forkeppni og umspilsleikjum.