„Ég fagna þessum sigri frekar rólega því þetta er fyrsti áfanginn af þremur hjá okkur, en það er virkilega gott að bikarinn skuli vera í höfn og við getum farið að horfa til næsta stóra verkefnis,“ segir Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður hjá Ciudad Real á Spáni meðal annars í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur og félagar urðu bikarmeistarar um helgina þegar þeir lögðu Barcelona 31:30 og segir Ólafur meðal annars í viðtalinu í Morgunblaðinu í dag að leikurinn hafi verið óþarflega spennandi í lokin.