Ólafur Stefánsson getur tekið þátt í báðum leikjunum með Ciudad Real gegn þýsku meisturunum í Kiel þegar þau mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar í hanknattleik í næsta mánuði.
Aganefnd evrópska handknattleikssambandið afturkallaði í dag eins leiks bann sem Ólafur átti að fara í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta undir lok leiks Ciudad Real og þýska liðsins fyrir brot á markverðinum Johannesi Bitter eftir að hafa skoðað atvikið og þar með getur Ólafur tekið þátt í báðum leikjunum.