Víkingur leikur á meðal bestu liða landsins á næstu leiktíð í handknattleik karla eftir 35:30-sigur liðsins gegn ÍR í úrslitaleik um 2. sætið í 1. deild. Liðið fylgir því FH eftir upp úr næst efstu deild. Leikurinn var mjög jafn og aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, 18:17, fyrir Víking.
Ásbjörn Stefánsson var markahæstur í liði Víkings með 8 mörk, Hreiðar Haraldsson skoraði 7 mörk og Sverrir Hermansson var með 6. Í liði ÍR var Brynjar Valgeir Steinarsson með 7 mörk og Kristinn Björgúlfsson skoraði 6.
Nánar verður fjallað um leikinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun.