Stjarnan Íslandsmeistari

Hart barist í leik Stjörnunnar og Vals.
Hart barist í leik Stjörnunnar og Vals. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjarnan var að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í 6. sinn í sögu félagsins og annað árið í röð með því að sigra Val, 26:20, í lokaumferð N1 deildar kvenna en leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðabæ.

Stjarnan hafði yfirhöndina allan tímann og náði mest níu marka forskoti, Valskonur náðu góðum kafla í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en Garðbæingar voru sterkari á endasprettinum og unnu öruggan sigur. Alina Patrache var markahæst í Stjörnuliðinu með 9 mörk.

Stjarnan og Fram hlutu bæði 41 stig en Stjarnan hafði betur í innbyrðisviðureignum og er því meistari. Valur varð í þriðja sætinu með 36 stig.

Stjarnan er því bæði Íslands- og bikarmeistari en liðið hafði betur á móti Fylki í úrslitaleik bikarkeppninnar í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert