Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti í hádeginu um 23 manna landsliðshóp sem tekur þátt í næstu verkefnum landsliðsins. Íslendingar leika í undankeppni fyrir ólympíuleikana í Póllandi í lok mánaðarsins og mæta svo Makedónum í umspilsleikjum um þáttttökurétt á HM í Króatíu í næsta mánuði.
Hópurinn er þessi:
Markverðir:
Birkir Ívar Guðmundsson, N-Lübbecke
Björgvin Páll Gústavsson, Fram
Hreiðar Leví Guðmundsson, Sävehof
Ólafur H. Gíslason, Val
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Flensburg
Andri Stefán Guðrúnarson, Haukum
Arnór Atlason, FCK
Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG
Bjarni Fritzsson, St. Rapael
Einar Hólmgeirsson, Flensburg
Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach
Guðlaugur Arnarsson, Malmö
Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf
Ingimundur Ingimundarson, Elverum
Logi Geirsson, Lemgo
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Rúnar Kárason, Fram
Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Sturla Ásgeirsson, Århus GF
Sverre Jakobsson, Gummersbach
Vignir Svavarsson, Lemgo
Íslendingar mæta Spánverjum í tveimur vináttuleikjum á Spáni 24. og 25. maí. Þann 30. maí til 1. júní leika liðið við Svía, Pólverja og Argentínumenn um laust sæti á Ólympíuleikunum í Peking og 8. og 15. júní mæta Íslendingar lið Makedóniu í umspilsleikjum um sæti á HM í Króatíu sem fram fer þar á næsta ári.