Arnór Atlason og félagar hans í FCK fögnuðu í kvöld danska meistaratitilinum í handknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. FCK og GOG skildu jöfn, 31:31, í öðrum úrslitaleiknum og það dugði FCK til sigurs en liðið vann fyrri úrslitaleikinn á heimavelli, 36:29.
Arnór skoraði 4 af mörkum FCK, þar af tvö úr vítaköstum. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk fyrir GOG en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað fyrir liðið sem átti titil að verja.