Sex marka tap gegn Pólverjum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik og …
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Jonas Ekströmer / Scanpix

Pólverjar sigruðu Íslendinga með 6 marka mun, 34:28, í Wroclaw í Póllandi í dag og tryggðu Pólverjar sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking með þessum sigri. Íslendingar eiga enn möguleika á því að komast til Peking en liðið leikur gegn Svíum á morgun kl. 16.  Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Viðtöl og umfjöllun um leikinn verður að finna á mbl.is síðar í kvöld.

Guðmundur: Sóknarleikurinn brást í kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir Ísland í kvöld en Arnór Atlason var með 6 mörk.

Ísland sigraði Argentínu í gær, 36:27, í fyrsta leiknum í riðlakeppninni. Svíar og Pólverjar gerðu 22:22 jafntefli. Í dag sigruðu Svíar lið Argentínu örugglega, 33:21. 

Gífurleg stemmning í Wroclaw

Skoruð mörk: Snorri Steinn Guðjónsson 7, Arnór Atlason. 6, Ólafur Stefánsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 3, Alexander Petersson 2.

Karol Bielecki skoraði 7 mörk fyrir Pólland, flest með þrumuskotum.

Sigfús Sigurðsson í upphitun fyrir leikinn í Wroclaw í kvöld.
Sigfús Sigurðsson í upphitun fyrir leikinn í Wroclaw í kvöld. Jonas Ekströmer / Scanpix
Ísland 28:34 Pólland opna loka
60. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert