Ísland getur ekki mætt Spáni í riðlakeppni ÓL

Jonas Ekströmer / Scanpix

Þjóðunum tólf sem taka þátt í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking í sumar hefur verið skipt niður í styrkleikahópa en dregið verður í riðla þann 16. júní. Það eina sem er öruggt er að Ísland verður ekki í riðli með Spáni.

Liðunum tólf er skipt í sex hópa og síðan er dregin ein þjóð úr hvorum hópi í hvern riðil. Hóparnir eru þannig:

1. Þýskaland og Pólland.

2. Danmörk og Frakkland.

3. Króatía og Rússland.

4. Kína og Suður-Kórea.

5. Ísland og Spánn.

6. Egyptaland og Brasilía.

Eins og sjá má á þessu ætti íslenska liðið að eiga talsverða möguleika á að komast í átta liða úrslitin í Peking.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert