„Sænskir pappakassar“

Róbert Gunnarsson skorar.
Róbert Gunnarsson skorar. Jonas Ekströmer / Scanpix

„Það  var mis­jafnt hvernig menn brugðust við þess­um úr­slit­um. Sum­ir fóru að gráta, aðrir fóru að hlægja og enn aðrir misstu sig í fögnuði. Ég er ekki ennþá bú­inn að átta mig á þessu en það kem­ur seinna,“ sagði Ró­bert Gunn­ars­son línumaður ís­lenska landsliðsins við mbl.is. 

„Það er ljóst að maður þarf að fara und­ir­búa sig vel und­ir langa flug­ferð til Pek­ing. Þetta var ótrú­leg­ur leik­ur og það var al­veg á hreinu frá fyrstu mín­útu að við vor­um á leiðinni að vinna hann. Við vor­um hrika­lega vel stemmd­ir, fögnuðum all­ir eins og geðsjúk­ling­ar þegar við gerðum eitt­hvað vel, og spiluðum með hjart­anu. Með þessu brut­um við þá niður smám sam­an, við gáf­umst ekki upp þó við klikkuðum á einu og einu færi, og viss­um að Sví­arn­ir myndu fara á taug­um. Þeir voru bara pappa­kass­ar í þess­um leik! Og Hreiðar var hreint stór­kost­leg­ur í mark­inu,“ sagði Ró­bert sem skoraði þrjú mörk af lín­unni.

Sví­arn­ir voru hrædd­ir 

„Þetta var bara geðveiki, eins og við gáf­um út fyr­ir leik­inn. Við vor­um til­bún­ir og vel stemmd­ir, börðumst hver fyr­ir ann­an og gáf­um ekk­ert eft­ir. Sví­arn­ir voru hrædd­ir við okk­ur og stressaðir og við nýtt­um okk­ur það,“ sagði Ásgeir Örn Hall­gríms­son sem átti góða inn­komu í sig­ur­leik­inn gegn Sví­um og skoraði tvö mörk á dýr­mæt­um augna­blik­um. „Þetta er það sem við get­um á góðum degi. Við vor­um komn­ir með bakið uppvið vegg eins og vana­lega og þá kom ekk­ert annað til greina en  sig­ur. Við tók­um þá og erum á leið til Pek­ing. Það er hrika­lega magnað og verður mik­il upp­lif­un. Nú fögn­um við þessu, tök­um svo Makedón­íu og byrj­um að und­ir­búa okk­ur fyr­ir Pek­ing,“ sagði Ásgeir Örn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert