Fer Ísland á HM?

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. mbl.is/Golli

Íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur boðist þátttaka á heimsmeistaramótinu sem mun fara fram í Makedóníu eftir nokkrar vikur. Lið Íslands komst ekki í gegnum forkeppnina en stóð sig engu að síður vel í henni.

Nýverið drógu Chile og Venesúela lið sín úr keppni og losnuðu þá tvö sæti á mótinu. Vegna góðs árangurs Íslands í undankeppninni hefur liðinu verið boðin þátttaka en HSÍ hefur ekkert ákveðið í þeim efnum ennþá.

„Þetta er bara nýlega komið til og við höfum ekkert ákveðið í þessum efnum. Þetta er rosalega dýr pakki og ekki eitthvað sem sambandið hafði gert ráð fyrir enda vann liðið sér ekki þátttökurétt á mótinu,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert