HSÍ hefur þegið boð um þátttöku í heimsmeistaramóti kvenna 20 ára og yngri í handknattleik sem fram fer í Makedóníu dagana 21. júlí til 3. ágúst. Ísland var fyrsta varaþjóð Evrópu og þegar ljóst varð að hvorki Úrúgvæ né Chile myndu taka þátt, var Íslandi boðin þátttaka.
Íslenska liðið verður í A-riðli í Skopje ásamt Rúmeníu, Slóveníu, Ungverjalandi og Þýskalandi og mætir fyrst liði Ungverja mánudaginn 21. júlí.