Óprúttnir náungar hafa brotið sér leið inn á vefþjón Handknattleikssambands Íslands og liggur heimasíða þess niðri af þeim sökum. Þetta er í þriðja sinn á rúmlega hálfum mánuði sem þetta gerist, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ.
„Við erum að vinna í að koma síðunni upp aftur en ég veit ekki hvað í ósköpunum þetta er. Þetta er í þriðja skiptið sem þetta gerist á þremur vikum. AX-hugbúnaðarhús mun sjá um að leysa úr þessu fyrir okkur,“ sagði Einar, og er vonast til að síðan verði komin í gagnið sem fyrst.