Spánverjar sigruðu Íslendinga með eins marks mun

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Spánverjar sigruðu Íslendinga 35:34 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en liðin mætast aftur á sama stað á morgun kl 16. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk, þar af fimm úr vítum. Björgvin Páll Gústavsson lék allan leikinn í marki Íslands og varði 19 skot, þar af fjögur vítaköst.

Birkir Ívar Guðmundsson og Vignir Svavarsson voru ekki í leikmannahópi Íslands að þessu sinni. Spánverjar hvíldu línumanninn sterka, Rolando Urios sem er meiddur.

Lið Íslands:

Björgvin Páll Gústavssson 19/4 skot varin.

Hreiðar Guðmundsson 1/1 skot varin.

Logi Geirsson 3 mörk

Bjarni Fritzson

Sigfús Sigurðsson 1 mark

Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 mörk

Arnór Atlason 5 mörk

Hannes Jón Jónsson

Guðjón Valur Sigurðsson 5 mörk

Snorri Guðjónsson 8/5 mörk

Ólafur Stefánsson 2 mörk

Rúnar Kárason

Sturla Ásgeirsson 

Alexander Petersson 2 mörk

Sverre Jakobsson

Róbert Gunnarsson 5 mörk

Ingimundur Ingimundarson

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Sverrir
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert