Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag stórsigur á því spænska í æfingaleik í Vodafonehöllinni. Spánverjar byrjuðu betur en eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn náði íslenska liðið undirtökunum og var marki yfir í hálfleik. Liðið náði svo sjö marka forystu í byrjun seinni hálfleik, lét hana aldrei af hendi og vann 35:27.
Alexander Petersson var markahæstur í liði Íslands með átta mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sex. Þá vörðu íslensku markverðirnir vel en Hreiðar Guðmundsson varði tíu bolta og Björgvin Páll Gústavsson níu.
Fylgst var með leiknum í textalýsingu sem fer hér á eftir:
52. mín. Alexander er farinn út af eftir frábæran seinni hálfleik og Ólafur Stefánsson mættur á sinn stað. Staðan er 33:25 og allt útlit fyrir góðan sigur íslenska liðsins.
44. mín. Alexander skoraði sitt sjöunda mark og Ísland komst í 27:20 eftir að staðan hafði verið 19:19. Björgvin Páll hefur varið þrjá bolta og enn ekki fengið á sig mark.
40. mín. Björgvin Páll kom í markið og byrjaði á því að verja bolta. Íslendingar hafa haldið dampi og tvö mörk í röð frá Sturlu komu Íslandi í 24:20. Spánverjar tóku leikhlé.
35. mín. Logi Geirsson skoraði þrjú mörk í röð og kom Íslandi í 19:17, en Spánverjar minnkuðu muninn í næstu sókn.
31. mín. Arnór Atlason haltraði af velli skömmu eftir að seinni hálfleikur hófst. Spánverjar skoruðu fyrsta markið og jöfnuðu, 16:16.
Hálfleikur. Íslenska liðið byrjaði ekki nægilega vel og lenti fljótlega þremur mörkum undir. Staðan var svo orðin 14:7 Spánverjum í vil þegar strákarnir okkar tóku á sig rögg og breyttu stöðunni í 15:14 með hreint ótrúlegum leikkafla. Liðin skoruðu síðan sitt hvort markið og staðan 16:15 Íslandi í vil í hálfleik.
27. mín. Ísland jafnaði leikinn í 14:14 með tveimur mörkum Alexanders úr hraðaupphlaupum, og komst svo yfir í 15:14.
25. mín. Þjálfari Spánverja tók leikhlé enda hafa Íslendingar farið hamförum síðustu mínúturnar. Arnór Atlason átti góða innkomu og skoraði tvö mörk utan af velli, og staðan er 14:12 Spáni í vil.
20. mín. Íslendingar hafa verið nokkuð ráðvilltir í sóknarleik sínum og gefið Spánverjum nokkur ódýr mörk úr hraðaupphlaupum, en staðan er 14:8 Spáni í vil.
16. mín. Guðmundur gerði nokkrar breytingar og komu Bjarni, Alexander og Arnór inn á.
15. mín. Hreiðar Guðmundsson hefur staðið fyrir sínu í markinu og varið sjö bolta á fyrsta korterinu, en staðan er 10:6 Spáni í vil.
14. mín. Sigfús Sigurðsson varða að fara af velli eftir árekstur við Spánverja.
10. mín. Spánverjar byrjuðu betur og komust í 8:4.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi sautján manna hóp fyrir leikinn í dag sem í eru sömu leikmenn og í gær:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavssson 9 varðir.
Hreiðar Guðmundsson 10 varðir.
Útileikmenn:
Logi Geirsson 5
Bjarni Fritzson 3
Sigfús Sigurðsson 1
Ásgeir Örn Hallgrímsson 1
Arnór Atlason 2
Hannes Jón Jónsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Snorri Guðjónsson 6
Ólafur Stefánsson 4
Rúnar Kárason 1
Sturla Ásgeirsson 2
Alexander Petersson 8
Sverre Jakobsson
Róbert Gunnarsson 2
Ingimundur Ingimundarson