Íslenska U-20 ára landslið kvenna í handknattleik mætir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu sem hefst í Makedóníu í dag. Ísland fékk þátttökurétt á mótinu sem fyrsta varaþjóð í Evrópu þegar ljóst var að hvorki Úrúgvæ eða Chile yrðu með.
Riðillinn sem Ísland spilar í er leikinn í Skopje en íslenska liðið mætir Slóvenum á morgun, Þjóðverjum á fimmtudaginn og Rúmenum á föstudaginn.