Sænskir landsliðsmenn í handknattleik í bann vegna ölæðis

Oscar Carlén, til hægri, í leik með sænska landsliðinu.
Oscar Carlén, til hægri, í leik með sænska landsliðinu. Reuters

Þrír leikmenn sænska landsliðsins í handknattleik, Oscar Carlén, Sebastian Seifert og Fredrik Petersén hafa verið settir í ótímabundið bann með landsliðinu. Eftir landsleik Svía og Þjóðverja í Þýskalandi á sunnudaginn helltu þremenningarnir ótæpilegu áfengi í sig á hótelherbergi og brutu þar og brömluðu húsgögn.

Talið er að reikningurinn sem hótelið hefur rukkað sænska handknattleikssambandið fyrir skemmdir á innanstokksmunum nemi rúmlega 1 milljón íslenskra króna.

Carlén er títugur að aldri, sonur Per Carlens, sem gerði garðinn frægan með sænska landsliðinu á árum árum, en Carlén er ein bjartasta von Svía á handboltasviðinu og leikur með þýska liðinu Flensburg. Hann lék á sunnudaginn sinn sjötta A-landsleik.

Petersén er 24 ára gamall, samherji Snorra Steins Guðjónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímsson hjá GOG, sem á 8 landsleiki að baki og sá Seifert er 29 ára gamall, leikmaður Kolding í Danmörku, sem hefur spilað 98 landsleiki.

Ingimar Linéll landsliðsþjálfari Svía segir í samtali við Aftonbladet að leikmennirnir komi ekki til með að spila fleiri leiki undir sinni stjórn en Linéll mun hætta störfum í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert