Birkir Ívar úti í kuldanum

Birkir Ívar Guðmundsson.
Birkir Ívar Guðmundsson. JONAS EKSTRÖMER

Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik hefur valið 15 manna hóp sem fer á Ólympíuleikana í Peking í Kína. Fjórir leikmenn úr 19 manna æfingahóp Guðmundar sitja eftir með sárt ennið en þeir sem komust ekki með á ÓL eru markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson, Rúnar Kárason, Vignir Svavarsson og Hannes Jón Jónsson. Bjarni Fritzson er 15. leikmaður hópsins og er hann til taks ef einhver leikmaður meiðist.

Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Björgvin Gústavsson, Fram
Hreiðar Guðmundsson,  Sävehof
Aðrir leikmenn:
Logi Geirsson, Lemgo
Sigfús Sigurðsson, Valur
Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG
Arnór Atlason, FC Köbenhavn
Guðjón Valur Sigurðsson, Kronau
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Sturla Ásgeirsson, Aarhus
Alexander Petersson, Flensborg
Sverre jakobsson, HK
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Ingimundur Ingimundarson, Minden       
Bjarni Fritzson, St. Raphael


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka