Árni Þór hættur á Spáni

Árni Þór Sigtryggsson.
Árni Þór Sigtryggsson. mbl.is/Kristján

Árni Þór Sigtryggsson, handknattleiksmaður frá Akureyri, er hættur að leika með Granollers á Spáni. „Já, ég fór út um síðustu helgi og kom heim í gær. Ég rifti samningi mínum við félagið, tók saman dótið mitt og kom heim núna áðan,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við spænska félagið. „Ég fékk lítið að spila eftir áramótin þegar þeir keyptu örvhentan leikmann í mína stöðu þannig að mér fannst best að hætta þarna. Ég er ánægður með að þetta er komið á hreint,“ sagði Árni.

Hann er ekki viss um framhaldið hjá sér. „Ég ætla bara að hugsa mín mál fram yfir helgi og sjá til hvað verður. Það er ekki komið á hreint hvort ég spila hér heima eða erlendis, en ef ég spila hér heima þá stefni ég að því að klára verkfræðina í Háskólanum, sama hvar ég spila. En það er of snemmt að ræða það núna,“ sagði Árni Þór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert