Evran hækkaði og Petkevicius fór

Egidijus Petkevicius, fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Fram fyrir nokkrum árum.
Egidijus Petkevicius, fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Fram fyrir nokkrum árum. mbl.is

Egidijus Petkevicius, markvörðurinn sterki sem leikið hefur hér á landi um nokkurra ára skeið, leikur ekki hér á landi í vetur. Síðustu tvö ár hefur hann staðið í marki HK og verið jafnbesti markvörður deildarinnar að margra mati.

Áður hafði hann spilað með Fram, Val og KA. „Ég hefði gjarnan viljað halda Petkevicius en því miður hefur evran hækkað svo mikið á síðustu mánuðum að við réðum ekki við að halda honum,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, í samtali við Morgunblaðið. Gunnar sagðist halda að Petkevicius léki nú með liði í Eistlandi en hann frá Litháen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert