Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, segist hafa fundið skýringuna á því að danska landsliðið vann ekki gullverðlaunin í handknattleikskeppni Ólympíuleikana í Peking, eins hann stefndi að.
Ástæðan er sú að Michael V. Knudsen, línumaður, gat ekkert leikið með landsliðinu á EM. Hann fékk botnlangakasti fáeinum dögum áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hófst. Þar með misstu Danir mikilvægan hlekk úr landsliðskeðjunni, að sögn Wilbeks.
„Án Knudsen var útilokað að vinna gullið,“ segir Wilbek í samtali við TV2. „En án hans áttum við að geta unnið til verðlauna.“
Danir höfnuðu í 7. sæti í handknattleikskeppninni.