Árni Þór genginn til liðs við Akureyri

Árni Þór Sigtryggsson á fullri ferð í leik með Þórsliðinu …
Árni Þór Sigtryggsson á fullri ferð í leik með Þórsliðinu fyrir nokkrum árum. Hann hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Akureyri handknattleiksfélag. Kristján Kristjánsson

Handknattleiksmaðurinn Árni Þór Sigtryggsson skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við handknattleikslið Akureyrar. Þar með hefur óvissu um framtíð hans á handknattleiksvellinum verið eytt. Árni Þór losnaði undan samningi við spænska 1. deildarliðið Granolles í sumar eftir eins árs veru en áður var hann í herbúðum Hauka um nokkurt skeið eftir að hafa leikið árum saman með Þór á Akureyri hvar hann er uppalinn.

Frá þessu er greint á heimasíðu  Akureyri handknattleiksfélags. Einnig er greint frá því að danski handknattleiksmarkvörðurinn Jesper Sjøgren sé mættur til æfinga með félaginu en við hann var gerður samningur í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert