Karabatic vill fækka leikjum

Nikola Karabatic fagnar marki í leik Íslands og Frakklands. Sverre …
Nikola Karabatic fagnar marki í leik Íslands og Frakklands. Sverre Jakobsson er ekki eins glaður. AP

Franski handknattleiksmaðurinn í handknattleik Nicola Karabatic segir að skera verði upp leikjadagskrá alþjóðlegs handknattleiks. Álagið sé orðið alltof mikið. „Kerfið sem unnið er eftir er bilað og gengur hreinlega ekki lengur,“ segir Karabatic í samtali við þýska íþróttablaðið Sport Bild.

Karabatic segist hafa leikið 67 leiki á síðasta ári og síðan hafi bæst við 8 leikir á 15 dögum á Ólympíuleikunum. Þetta er algjörlega út í bláinn. Núverandi fyrirkomulag gengur ekki mikið lengur. Handknattleiksmenn brenna upp á skömmum tíma verði ekki gripið í taumana og leikjum fækkað,“ segir Karabatic sem glímir við meiðsli í olnboga. Ljóst er að hann missir að minnsta kosti af þremur fyrstu umferðunum með Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Forráðamenn þýska handknattleikssambandsins hafa tekið undir gagnrýni Karabatic og segja nauðsynlegt að Evrópumót og heimsmeistaramót í handknattleik verði fjórða hvert ár en ekki annað hvert ár eins og nú. Þá vilja Þjóðverjar einnig að stórmótin verði haldin á vorin, en ekki í janúar eins og verið hefur síðustu árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert