Haukar komust áfram

Haukar unnu Cyprus College í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag.
Haukar unnu Cyprus College í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. mbl.is/hag

Haukar unnu síðari viðureign sína gegn Kýpverska liðinu Cyprus College í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Lauk leiknum, 34:30. Haukar ákváðu að selja heimaleikjarétt sinn og leika báða leikina í Kýpur. Fyrri leikinn léku Haukarnir í gær og mörðu þá sigur, 31:30.

Haukar eru því komnir áfram samtals með markatöluna 65:60. Munu Haukar leika í riðli með ungverska stórliðinu Veszprém, þýska liðinu Flensburg og Zaporozhye frá Úkraínu. Fyrsti leikur Hauka verður væntanlega gegn síðast nefnda liðinu og mun hann fara fram á Ásvöllum í byrjun október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert