Íslandsmeisturunum spáð efsta sæti

Stjarnan hóf tímabilið með sigri á Fylki í Meistarakeppni HSÍ.
Stjarnan hóf tímabilið með sigri á Fylki í Meistarakeppni HSÍ. mbl.is/Eggert

Karlaliði Hauka og kvennaliði Stjörnunnar er spáð sigri í N1-deildinni í handknattleik á komandi leiktíð, en bæði lið stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í vor. Val er spáð 2. sæti bæði í kvenna- og karladeildinni.

Í karlaflokki er Víkingum spáð falli og FH næstneðsta sæti en rætist sú spá þyrftu Hafnfirðingar að leika við lið úr næstefstu deild um sæti í N1-deildinni.

Mest gátu liðin fengið 240 stig í kjörinu.

Spáin fyrir N1-deild karla:

Haukar, 228 stig
Valur, 203 stig
HK, 195 stig
Fram, 174 stig
Stjarnan, 143 stig
Akureyri, 113 stig
FH, 110 stig
Víkingur, 82 stig

Spáin fyrir N1-deild kvenna:

Stjarnan, 225 stig
Valur, 216 stig
Haukar, 189 stig
Fram, 174 stig
Grótta, 136 stig
Fylkir, 133 stig
FH, 89 stig
HK, 86 stig

Ekkert lið fellur úr efstu deild kvenna að þessu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert